Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Dægurmál

Vitleysa!!!

Ég vill benda fólki á færsluna hér fyrir neðan þar sem ég tala um FIT kostnað í Bretlandi.  Þó að okkur finnist 750 kr. mikill peningur þá er það ekkert miðað við hvað gengur og gerist í nágranalöndunum.  Vandamál íslenskra banka eru háir vextir og verðtrygging, það að væla yfir 750 króna kostnaði sem er mjög sjaldgæft að venjulegt fólk fái finnst mér fáránlegt.  Þjónustustig bankanna er ótrúlega hátt og flest gjöld sem þeir innheimta eru mun lægri en víða annars staðar. 

Ég get sagt ykkur það að hér í  Bretlandi er verið að tala um það að bankarnir rukki gjald fyrir að fólk hafi tékkareikning og er þá talað um 500 pund á ári.  Hugsið þið 60.000 kr í árgjald fyrir tékkareikning, það er brjálæði.  Ég vill líka benda á að hér borgar fólk vexti af kreditkortunum sínum, í kringum 15% (fer eftir bönkum) á íslandi 0%.  

Almennt tel ég að íslensu bankarnir séu frábærir fyrir neytendur og við ættum kannski að vera ánægð með það sem við höfum í staðin fyrir að vera alltaf að væla yfir einhverju.  Allir þeir sem hafa verið búsettir erlendis og hafa þurft að eiga við önnur bankakerfi en það íslenska vita hvað það er gott.

 


mbl.is Neytendur kunna að eiga endurkröfurétt vegna FIT-kostnaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FIT kostnaður

Flestir hafa lent í því að fá á sig FIT kostnað heima á Íslandi, hann er um 750 krónur á hverja færslu ef ég man rétt.  Þetta getur safnast frekar hratt upp hjá fólki og orðið að töluverðum pening sem bankarnir fá í sinn vasa.  Þegar ég vann í banka þá lenti maður oft í því að viðskiptavinir voru brjálaðir yfir því hvað FIT kostnaðurinn var hár og man ég eftir einum sem þurfti að borga 800 krónur fyrir einn tyggjópakka.  Hann ætti að koma til Bretlands og prufa að fara yfir á reikningnum sínum.  Hér innheimta bankarnir allt að 38 pund (4600 ISK) í FIT kostnað.  Ein stelpa fór 37 pence (45 ISK) yfir á reikningnum sínum og fékk strax 25 punda (2500 ISK) FIT kostnað.  Þá er ekki talað umvextina og önnur gjöld sem bankarnir rukka viðskiptavinina sem laga ekki yfirdráttinn strax. Núna er svo komið að það er búið að kæra bankana fyrir okurstarfsemi, neytendasamtök vilja meina að bankarnir fari langt út fyrir þann raunverulega kostnað sem þeir þurfa að bera við að innheimta skuldina.  Enda gera þeir eflaust ekki mikið meira en að senda fólki eitt bréf. 

Ef skuldin er ekki greidd strax þá getur hún margfaldast á tildurlega skömmum tíma. Ég sá dæmi um mann sem fór yfir um 5 pund og var skuldin kominn í tæp 600 á 2 mánuðum.  Þegar maður er kominn í þannig mál þá byrja bankarnir víst heldur betur að ganga á eftir manni við innheimtu.  Ég man fyrir nokkrum mánuðum las ég að kona vann mál fyrir dómstólum þar sem hún kærði bankann fyrir áreiti og að leggja sig í einelti og náði konan að hafa töluverða upphæð af bankanum í skaðabætur.  Einkennilegt að maður ákveður að stofna til skuldar við bankann (án hans samþykki) sleppa því síðan að borga skuldina til baka og kæra síðan bankann þegar hann reynir að rukka mann um skuldina. 

Ég held að Íslendingar geti nú bara verið ánægðir með bankana sína og þakka bara fyrir að þeir rukki mann ekki meira eða jafnvel leggi mann í einelti.  


Reykingabann og skriffinnska

1. júlí síðastliðinn gekk í gildi reykingabann hérna í Englandi, þá fengu sveitarfélög valdið til að sekta þá sem reykja á börum og fleiri stöðum.  En þar sem skriffinnskan ræður öllu hérna í Bretlandi þá fengu þau ekki valdið sjálfkrafa, heldur þurfti að sækja um ýmis leyfi til að sekta borgarana.  Þannig fór því að ráða menn í Stoke- on-Trent tókst einhvernvegin að klúðra umsókninni um tilskilin leyfi, enda fengu þeir aðeins eitt ár til að undirbúa sig undir bannið.  Þannig að núna er staðan þannig í Stoke að það er bannað að reykja á öldurhúsum en það er ekki hægt að sekta fólk sem ákveður að gerast lögbrjótar og kveikja sér í einum staut.  Núna flykkjast reykingamenn víðsvegar frá Bretlandi til Stoke til þess að geta setið á barnum og kveikt sér í rettu.  Vertarnir á börunum í borginni eru að sjálfsögðu himinlifandi yfir þessari yfirsjón borgaryfirvalda.  Borgaryfirvöld eru þó að búin að senda frá sér pappírana og búast við að geta farið að sekta í næstu viku.  Það tekur sem sagt yfir tvær vikur að leiðrétta mistökin, skriffinnskan í Bretlandi er æðisleg......

Furðuleg garðyrkja

Nágranninn minn hefur verið að vinna í garðinum hjá sér undanfarnar vikur og ekki veitti af þar sem það var greinilegt að það hafði ekki verið gert í mörg ár.  Í dag komu síðan menn og felldu öll trén hjá honum.  Það magnaða var að þegar þeir fóru kom minn maður út og bjó til tvo hauga úr öllu draslinu, mest sina, og kveikti í því.  Hann ákvað að það er góð hugmynd að brenna sinu í miðju íbúðarhverfi í norður London.  Reyndar verð ég að segja að það var eins og að hann væri mikill fagmaður í þessu og vissi alveg hvað hann var að gera.  Við urðum ekkert smeyk þó að það voru bara um 8 metrar frá bálinu að húsinu okkar, við þurftum bara að vera snögg að loka öllum gluggum.

 


Hringleikahúsið á Rhodes?

Þetta er nú heldur betur illa gerð frétt, ekki einungis eru þýðingar og beygingar eitthvað ruglingslegar, heldur er þarna einföld staðreyndarvilla.  Þegar ég las mannkynssöguna var aldrei talað um að hringleikahúsið á Rhodos hafi verið merkilegt.  Á Rhodos var reyndar að finna stóra og mikla styttu sem mönnum þótti það merkileg að hún var talin ein af sjö undrum veraldar. Styttan var við höfnina og sigldu skip í gegnum lappirnar á styttunni þegar þau sigldu inn og út úr höfninni.
mbl.is Tilkynnt um ný sjö undur heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kústurinn byrjaður að blogga

Jæja þá er maður byrjaður að blogga.  Ég veit nú ekki hversu vel ég mun standa mig í þessu, við sjáum bara til með það.  Ég mun svona fyrst og fremst tala um það sem verður fyrir vegi mínum hérna í London þar sem við erum búsett. 
Konan mín hefur verið að blogga í töluverðan tíma núna og því ákvað ég svona að prófa þetta, en við sjáum til hvað ég endist.


Höfundur

Haukur Sigurjónsson
Haukur Sigurjónsson
Sagnfræðingur búsettur í London

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband