Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Vitleysa!!!

Ég vill benda fólki á færsluna hér fyrir neðan þar sem ég tala um FIT kostnað í Bretlandi.  Þó að okkur finnist 750 kr. mikill peningur þá er það ekkert miðað við hvað gengur og gerist í nágranalöndunum.  Vandamál íslenskra banka eru háir vextir og verðtrygging, það að væla yfir 750 króna kostnaði sem er mjög sjaldgæft að venjulegt fólk fái finnst mér fáránlegt.  Þjónustustig bankanna er ótrúlega hátt og flest gjöld sem þeir innheimta eru mun lægri en víða annars staðar. 

Ég get sagt ykkur það að hér í  Bretlandi er verið að tala um það að bankarnir rukki gjald fyrir að fólk hafi tékkareikning og er þá talað um 500 pund á ári.  Hugsið þið 60.000 kr í árgjald fyrir tékkareikning, það er brjálæði.  Ég vill líka benda á að hér borgar fólk vexti af kreditkortunum sínum, í kringum 15% (fer eftir bönkum) á íslandi 0%.  

Almennt tel ég að íslensu bankarnir séu frábærir fyrir neytendur og við ættum kannski að vera ánægð með það sem við höfum í staðin fyrir að vera alltaf að væla yfir einhverju.  Allir þeir sem hafa verið búsettir erlendis og hafa þurft að eiga við önnur bankakerfi en það íslenska vita hvað það er gott.

 


mbl.is Neytendur kunna að eiga endurkröfurétt vegna FIT-kostnaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Haukur Sigurjónsson
Haukur Sigurjónsson
Sagnfræðingur búsettur í London

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband