26.7.2007 | 20:46
FIT kostnaður
Flestir hafa lent í því að fá á sig FIT kostnað heima á Íslandi, hann er um 750 krónur á hverja færslu ef ég man rétt. Þetta getur safnast frekar hratt upp hjá fólki og orðið að töluverðum pening sem bankarnir fá í sinn vasa. Þegar ég vann í banka þá lenti maður oft í því að viðskiptavinir voru brjálaðir yfir því hvað FIT kostnaðurinn var hár og man ég eftir einum sem þurfti að borga 800 krónur fyrir einn tyggjópakka. Hann ætti að koma til Bretlands og prufa að fara yfir á reikningnum sínum. Hér innheimta bankarnir allt að 38 pund (4600 ISK) í FIT kostnað. Ein stelpa fór 37 pence (45 ISK) yfir á reikningnum sínum og fékk strax 25 punda (2500 ISK) FIT kostnað. Þá er ekki talað umvextina og önnur gjöld sem bankarnir rukka viðskiptavinina sem laga ekki yfirdráttinn strax. Núna er svo komið að það er búið að kæra bankana fyrir okurstarfsemi, neytendasamtök vilja meina að bankarnir fari langt út fyrir þann raunverulega kostnað sem þeir þurfa að bera við að innheimta skuldina. Enda gera þeir eflaust ekki mikið meira en að senda fólki eitt bréf.
Ef skuldin er ekki greidd strax þá getur hún margfaldast á tildurlega skömmum tíma. Ég sá dæmi um mann sem fór yfir um 5 pund og var skuldin kominn í tæp 600 á 2 mánuðum. Þegar maður er kominn í þannig mál þá byrja bankarnir víst heldur betur að ganga á eftir manni við innheimtu. Ég man fyrir nokkrum mánuðum las ég að kona vann mál fyrir dómstólum þar sem hún kærði bankann fyrir áreiti og að leggja sig í einelti og náði konan að hafa töluverða upphæð af bankanum í skaðabætur. Einkennilegt að maður ákveður að stofna til skuldar við bankann (án hans samþykki) sleppa því síðan að borga skuldina til baka og kæra síðan bankann þegar hann reynir að rukka mann um skuldina.
Ég held að Íslendingar geti nú bara verið ánægðir með bankana sína og þakka bara fyrir að þeir rukki mann ekki meira eða jafnvel leggi mann í einelti.
Athugasemdir
Svo er það náttúrurlega líka spurning um að vera ekkert að fara yfir á kortunum :)
Heiðrún (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 18:36
Eftir kynni mín af dönskum bönkum (aðallega hinum illræmda Danske bank) þá verð ég að vera sammála þessu með ánægjuna. Þjónustugeta og þjónustuvilji íslensku bankanna er nokkrum ljósárum á undan þeim dönsku. Fyrst á þessu ári fóru dönsku bankarnir virkilega að hvetja fólk til þess að sinna viðskiptum sínum í gegn um tölvu en það er þó ekki ókeypis því ef maður tekur út peninga úr röngum hraðbanka þá kostar það og líka ef maður vill millifæra í tölvunni sinni inn á reikning í röngum banka. Ég er mjög ánægð með íslensku bankana og legg til að búin verði til Hreiðar Már ,,action man" handa börnum (og fullorðnum).
orgelstelpa (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.